Öll nýsköpunarverkefnin

Loading...

Orkuveitan hefur verið í fararbroddi í nýsköpun og þróun á sviði loftslags- og umhverfismála undanfarinn áratug.

Orkuveitan vinnur að fjölbreyttum nýsköpunarverkefnum í samstarfi við dótturfélög og ytri aðila með áherslu á virðisaukandi lausnir sem stuðla að bættri auðlindanýtingu, kolefnishlutleysi og aukinni orkuframleiðslu.

Meðal virkra nýsköpunarverkefni eru verkefni sem snúa að verðmætasköpun úr aukaafurðum þvert á Orkuveituna. Þar má nefna nýtingu sands og fitu úr fráveitu, nýtingu kísils úr jarðhitavatni virkjana Orku náttúrunnar og nýtingu jarðhitavatns eftir að það hefur verið nýtt til framleiðslu heits vatns fyrir hitaveitu höfuðborgarsvæðisins.

Orkuveitan er jafnframt virkur þátttakandi í ýmsum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum sem hlotið hafa styrki frá t.d. Evrópusambandinu og Geothermica.