Hlöðum betur

Rafbílakönnun Orkuveitunnar, ON Power og Veitna

Loading...

Um verkefnið Hlöðum betur

Í rannsóknarverkefninu „Hlöðum betur“ voru kannaðar ýmsar tegundir álagsstýringar til að hafa áhrif á hleðsluvenjur rafbílaeigenda. Markmið álagsstýringar er að dreifa auknu álagi á dreifikerfi rafmagns sem hlýst af hleðslu rafbíla og auka þannig nýtni kerfisins. Verkefnið sýndi fram á að hægt er að ná umtalsverðum árangri með álagsstýringu og geta slíkar lausnir því orðið að gríðarlega miklu gagni í orkuskiptunum. Rannsóknartímabilið hófst í nóvember 2022 og lauk í febrúar 2024.

Markmið verkefnisins var að svara eftirfarandi spurningu

  • Hvernig getur álagsstýring dreift álagi frá hleðslu rafbíla til að auka skilvirkni rafdreifikerfisins og koma í veg fyrir álagstoppa?

Lokaorð verkefnis

Í verkefninu voru skoðaðar þrjár gerðir af álagsstýringu sem allar sýndu fram á möguleika til að draga úr álagstoppum í dreifikerfi rafmagns. Tímabilaskipt gjaldskrá, þar sem verðið er lægra utan álagstíma, dró verulega úr toppum. Önnur gerð álagsstýringar, þar sem orkunotkun fyrir hverja klukkustund var háð þrepaskiptri gjaldskrá, sýndi einnig minnkun á toppum. Síðasta álagsstýringaraðferðin, bein hleðslustýring, var útfærð með því að fjarstýra hleðslustöðvum þátttakenda í rannsókninni. Tvær mismunandi stýringaraðferðir voru skoðaðar, þar sem einfaldari aðferðin minnkaði toppa á sumum tímum en jók þá í öðrum tilfellum. Seinni aðferðin, sem nýtti hleðslutölfræði þátttakenda, dreifði álaginu á skilvirkari hátt og lækkaði álagstoppa.

Þátttakendum í verkefninu þótti tímaháð gjaldskrá heppilegust, þar á eftir kom aflstuðull og loks bein stýring. Meirihluti þátttakenda taldi að fyrirhöfnin sem fylgdi þátttöku í eftirspurnarstýringu væri þess virði.

  • Hér Hægt er að lesa kynningu um niðurstöður verkefnisins sem var flutt 27. september 2024.
  • Hér Hér má finna samantekt um verkefnið þar sem helstu niðurstöður eru teknar saman.
  • Hér Er hægt að hlaða niður notkunargögnum úr verkefninu, ásamt yfirliti yfir úthlutun hópa og álagsstýringu á tímalínu?
  • Hér er ítarleg skýrsla um verkefnið.