Contrasting cooling dynamics in two Icelandic low-temperature geothermal systems: Laugarnes and Elliðaárdalur

Verkefnið fjallar um hvernig jarðhiti í þessum tveimur lághitasvæðum þróast yfir tíma og hvers vegna svæðin sýna ólíkar breytingar í hita- og efnasamsetningu.

Rannsóknin snýst um það hvernig kalt grunnvatn blandast heitu jarðhitavatni og hefur áhrif á hitastig og efnasamsetningu þess. Slík blöndun getur lækkað hitann í kerfinu og jafnvel borið með sér súrefni, sem veldur til dæmis tæringu í búnaði. Þetta getur valdið vandræðum við nýtingu á jarðhitavatni á þessum lághitasvæðum.

Lághitasvæðin í Laugarnesi og Elliðaárdal eru bæði nýtt til húshitunar en hafa sýnt ólíka þróun. Í Laugarnesi hefur hitinn lækkað smám saman í gegnum árin, á meðan hitinn í Elliðaárdal hefur lækkað hraðar og því fylgja efnabreytingar sem valda frekari áskorunum.

Markmið verkefnisins er að greina betur hvers vegna þessi munur er og hvernig hægt sé að spá fyrir um framtíðar þróun jarðhitasvæðanna. Með því að skoða ný og eldri mæligögn fær vísindafólk betri innsýn í hvernig þessi kerfi virka og bregðast við álagi.

Niðurstöður verkefnisins munu nýtast til þess að taka upplýstar ákvarðanir um sjálfbæra nýtingu jarðhita og tryggja örugga orkuöflun til framtíðar.

Rannsóknin er unnin af tveimur meistaranemum við Háskóla Íslands í samstarfi við jarðvísindafólk frá Háskóla Íslands og Orkuveitunni. Verkefnið er gott dæmi um hvernig VOR styður við nýsköpun, menntun og samstarf milli vísindasamfélagsins og atvinnulífsins.

Með stuðningi VOR – vísinda- og frumkvöðlasjóði Orkuveitunnar við þetta verkefni stuðlar Orkuveitan að aukinni þekkingu á náttúruauðlindum Íslands og leggur grunn að sjálfbærri framtíð í orkumálum.

Loading...